Aðalfundur Ljónshjarta

Aðalfundur Ljónshjarta fer fram 2. júní kl. 20.00 í Lunganu í Lífsgæðasetrinu á Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 • Kosning fundastjóra og fundaritara.
 • Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins starfsárs.
 • Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
 • Tillaga stjórnar um starfsemi næsta árs.
 • Hvíldarsjóður kynntur.
 • Lagabreytingar.
 • Kosning stjórnar.
 • Kosning varamanna.
 • Kosning endurskoðenda.
 • Félagsgjöld.
 • Önnur mál. 

Framboð

Óskað er eftir framboði í stjórn Ljónshjarta til tveggja ára. Framboð skulu berast á netfangið ljonshjarta@ljonshjarta.is fyrir 26. maí. 

Við hvetjum félagsmenn til að mæta á aðalfund félagsins og vinsamlegast munið að virða tveggja metra regluna. 

Kveðja stjórnin