Aðalfundur Ljónshjarta

Aðalfundur Ljónshjarta fer fram 19. maí kl. 20.00 í Hjartanu í Lífsgæðasetrinu á Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins starfsárs
Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
Tillögur stjórnar
Tillaga stjórnar um starfsemi næsta árs
Lagabreytingar
Kosning Stjórnar
Kosning varamanna
Kosning endurskoðenda
Önnur mál

Allir þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér til starfa fyrir Ljónshjarta, hvort sem það er í stjórn eða önnur afmörkuð verkefni eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna framboð sitt í tölvupósti ljonshjarta@ljonshjarta.is fyrir 12.maí með upplýsingum um styrkleika, færni og hvort það er verið að gefa kost á sér í stjórn félagsins eða aðstoð við ýmis verkefni á vegum félagsins.
Við hvetjum félagsmenn til að mæta á aðalfund félagsins og vinsamlegast munið að virða tveggja metra regluna.
Kveðja stjórnin