Ævar vísindamaður

Ævar vísindamaður1          Ævar vísindamaður

Ævar Þór Benediktsson vísindamaður gladdi lítil og stór Ljónshjörtu með nærveru sinni laugardaginn 18. apríl. Hann kom og gerði tilraunir með börnunum og gaf sér góðan tíma í spjall við hvern og einn. Þessi yndislegi vísindamaður gaf vinnu sína með þátttöku sinni í verkefninu Gaman saman. Markmiðið með því verkefni er að færa Ljónshjartabörn nær hvert öðru með margvíslegum samverustundum þar sem þau kynnast og finna styrk í að umgangast önnur börn í sömu stöðu.