Einblöðungnum dreift um land allt

Nú hefur einblöðung Ljónshjarta verið dreift um landsbyggðina og hluta höfuðborgarsvæðisins. Einblöðungar voru sendir tæplega 500 viðtakendum, þar á meðal voru prestaköll, heilsugæslustöðvar, trúfélög og sálfræðistofur. Einblöðungurinn er mikilvægur liður í að kynna starfsemi samtakanna fyrir fagaðilum og reyna að ná til flestra sem eru í þessari erfiðu stöðu. Eftir áramót mun einblöðungurinn berast á sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, líknardeildir og útfararstofur á höfuðborgarsvæðinu.
Hægt er að panta einblöðunga með því að senda skilaboð á netfangið ljonshjarta@ljonshjarta.is.