Merki Ljónshjarta

Grafíski hönnuðurinn Helga Valdís teiknaði merki Ljónshjarta. Hún útskrifaðist úr Listháskóla Íslands árið 2004 og starfaði á auglýsingastofum til ársins 2011 en þá fór hún að starfa sjálfstætt. Í dag er hún annar eiganda Pentagons Hönnunarhúss – www.pentagon.is . Helga Valdís hefur mikla reynslu á sviði auglýsinga og umbúða.

Helga Valdís gaf Ljónshjarta merkið og þökkum við henni innilega fyrir veglega gjöf.

Um merkið: Þófaför ljóna eru eins og fingraför manna. Merki Ljónshjarta myndar hjarta út frá þófa ljóns. Tengingin er falleg, hlý og mjúk líkt og faðmur sem umlykur okkur og gefur okkur styrk.

11103950_10152636056226986_1166323597_n