Nafnið Ljónshjarta

Nafn samtakanna vísar í bók Astridar Lindgren, Bróðir minn Ljónshjarta, og þykir eiga einstaklega vel við.
Þetta er ákaflega falleg saga um sterk tengsl bræðranna Ljónshjarta. Í bókinni segir frá Jónatan sem hughreystir Kalla litla bróður sinn sem er
dauðvona. Hann segir honum frá Nangijala, annarri veröld sem tekur við af þessari og þar bíði ævintýri þeirra sem deyja. Bræðurnir deyja báðir í upphafi sögunnar. Þeir hittast á ný í Nangijala og berjast saman gegn illum öflum. Hugrekki bræðranna, samheldni og kraftur leiðir til þess að þeir hljóta eftirnafnið Ljónshjarta.
Þeir sem missa og verða að kveðja ástvin þurfa að sýna hugrekki, kraft og samheldni til að halda áfram.