Fjölskylduhátíð Ljónshjarta

Sunnudaginn 12. ágúst verður fjölskylduhátið Ljónshjarta á Víðistaðatúni frá kl 14:00 – 17:00

Við ætlum að bjóða öllum Ljónshjörtum og fjölskyldumeðlimum í sumarsprell. Hitta hlauparana sem hlaupa fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu og hafa gaman.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki, andlitsmálun, leiki ofl.

Við vonumst til að hitta ykkur sem flest. Ömmur, afar, frænkur, frændur og aðrir aðstandendur eru sérstaklega velkomnir að njóta dagsins með okkur.