Fjórða ganga Fjallaljóna

Það er eitt ár síðan Fjallaljónin fóru í sína fyrstu göngu og þá var gengið á Úlfarsfell.  Við ætlum að halda upp á það með því að ganga aftur á Úlfarsfellið sunnudaginn 24. apríl næstkomandi kl. 11 og verður þetta fjórða ganga félagsins.
Við vonumst til að sjá sem flesta og hvetjum ný Ljónshjörtu alveg sérstaklega til að koma með okkur.

Leiðarlýsing –  Akið Vesturlandsveg í átt að Mosfellsbæ (þ.e. nema þið komið úr þeirri átt). Takið hægri beygju út úr hringtorginu rétt áður en komið er að Bauhaus, síðan til hægri Lambhagaveg. Beygið til vinstri inn á Mímisbrunn. (Þar næst koma nokkur hringtorg, sem keyrt er í raun bara þvert í gegnum). Á fyrsta hringtorginu skaltu beygja inn á 1. afrein inn á Úlfarsbraut. Á næsta hringtorgi skaltu beygja inn á 2. afrein inn á Urðarbrunnur. Næsta hringtorg skaltu beygja inn á 1. afrein inn á Skyggnisbraut. Keyrið áfram þangað til á vinstri hönd er bílastæði, þar leggjum við bílunum og göngum af stað.

Enn er hægt að tilkynna mætingu í gönguna, sjáumst á sunnudaginn kl. 11.