Spjall um sorg og sorgarviðbrögð við Ljónshjartabörn

Sigríður Kristín Helgadóttir prestur og Haraldur Ari Karlsson kvikmyndagerðarmaður hittu Ljónshjartabörn og unglinga laugardaginn 25. mars.

Sigríður Kristín ræddi um sorg og sorgarviðbrögð og síðan horfði hópurinn á stuttmynd eftir Harald Ara. Hann missti föður sinn 5 ára gamall og fyrir nokkrum árum gerði hann stuttmynd um reynslu sína. Að því loknu svaraði hann spurningum og átti gott spjall við börn og foreldra.

Að erindi loknu bauð Ljónshjarta upp á veitingar.

Þetta var erfið en mjög góð stund og þökkum við þeim Haraldi og Sigríði kærlega fyrir þeirra framlag.

Hér er hægt að horfa á myndina hans Haralds: