Góð þátttaka í Reykjavíkurmaraþoninu

Góð þátttaka var í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nú í ár og var met slegið í áheitum.
Ljónshjarta tók þátt líkt og síðustu ár og söfnuðust um ein milljón króna til styrktar samtökunum. Margir lögðu okkur lið og stóðu sig frábærlega. Við erum ævinlega þakklát hlaupurunum sem stóðu sig einstaklega vel og erum við afar stolt af þeim. Einnig þökkum við öllum sem hétu á hlauparana og lögðu okkur þannig lið.

Áfram Ljónshjarta.