Gönguhópurinn Fjallaljónin

Gönguhópurinn Fjallaljónin fór í sína fyrstu göngu sunnudaginn 19. apríl. Til stendur að ganga saman á fjöll einu sinni í mánuði í góðum félagsskap Ljónshjartameðlima, hreinsa hugann og láta sér líða vel. Fyrsta gangan var á Úlfarsfell og heppnaðist hún einstaklega vel. Sara Lind Þórðardóttir hefur umsjón með gönguhópnum okkar og erum við henni afar þakklát.
Göngur verða auglýstar undir dagskrá og á Facebook.