Heimsókn til lögreglu og slökkviðliðs

Þann 5. maí sl. heimsóttum við lögreglu og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
Börnin fengu að skoða lögreglubíl, mótorhjól, sjúkrabíl, slökkviliðsbíl, fara upp í körfubíl svo eitthvað sé nefnt. Í lokin var neyðarlínan heimsótt og voru börnin áhugasöm um starfsemina þar.

Frábær dagur og þökkum við þeim kærlega fyrir góðar móttökur.