HK og Breiðablik

Laugardaginn 11. janúar mættust HK og Breiðablik í fótbolti.net mótinu í Kórnum.

Félögin hafa ákveðið að kalla þetta Bjarkaleik í minningu Bjarka Sigvaldssonar sem lést 2019. Félögin, í samráði við Ástrósu Rut Sigurðardóttur ekkju Bjarka, ákváðu að ágóðinn af þessum styrktarleik rynni til Ljónshjarta.

Við erum afar þakklát félögunum, leikmönnum sem og Ástrósu og fjölskyldu þeirra fyrir stuðninginn við Ljónshjarta.