Hvað nú?

Ástvinur er látinn og þú stendur eftir einn/ein og jafnvel með börn. Hvað tekur við? Hvernig á ég að komast í gegnum þetta? Get ég haldið áfram ein/einn? Á ég eftir að standa í lappirnar? Mun lífið verða gott aftur?

Margar spurningar brenna á okkur þegar við stöndum eftir ein í þessum erfiðu sporum. Það fyrsta sem við þurfum að huga að er skipulagning útfarar. Við þurfum að kveðja hinn látna, vinna alla pappírsvinnuna, huga vel að börnunum og okkur sjálfum, fara í gegnum sorgarferlið og síðast en ekki síst að læra að halda áfram með lífið.