Indiana hjá World Class

Indiana Nanna Jóhannsdóttir er vinsæll þjálfari hjá World Class og tímar hennar vel sóttir.

Hún ákvað að hafa æfinga viðburð 26. janúar síðastliðinn þar sem allur ágóðinn rann til Ljónshjarta.
Um 130 manns mættu á æfinguna og svitnuðu því fyrir Ljónshjarta. Hópurinn hitaði upp, tóku góða æfingu og teygjur ásamt að hafa fræðslu og happdrætti.

Við erum afar þakklát fyrir stuðninginn.