Jólamerkimiðar

Við í Ljónshjarta reynum finna upp á nýjum leiðun til þess að halda uppi skipulögðu starfi á meðan samkomutakmarkarnir eru í gildi. Síðasta laugardag hittumst við í gegnum fjarfundarbúnað og hófum að teikna saman jólamerkimiðana.
Heiðdís Helgadóttir listakona var með okkur að þessu sinni, hún sýndi okkur nokkrar útfærslur af jólamyndum og fígúrum. Hjálpaði okkur að fá hugmyndir. Einnig kenndi hún okkur að teikna á ólíkan máta sem og nýta ýmis verkfæri til þess að skapa myndir.

Það var vel sótt í þennan öðruvísi jólamerkimiða viðburð okkar að þessu sinni. Við bindum vonir við að geta nýtt þetta oftar til þess að geta boði öllum okkar félagsmönnum að taka þátt, hvar svo sem þau eru stödd á landinu.

Börnin teikna myndir fyrir merkimiðana, en miðarnir verða til sölu hjá okkur í lok nóvember, hvetjum við ykkur til þess að styrkja samtökin og félagsmenn með því að fjárfesta í þessum listaverkum.

Skemmtileg samverustund