Kynntust í Ljónshjarta

Katrín og Kim hittust fyrst við jólakortagerð á vegum Ljónshjarta.
Katrín Aðalsteinsdóttir eignaðist tvíburastúlkur í janúar 2013 eftir 25 vikna meðgöngu. Tveimur mánuðum áður laut eiginmaður hennar, Halldór Nilsson, í lægra haldi fyrir geðhvarfasýki sem hann hafði glímt við í mörg ár. Katrín stóð ein eftir með þrjú börn. Þrátt fyrir að tvíburastúlkunum hefði vart verið hugað líf, útskrifuðust þær af Vökudeildinni tæpum fjórum mánuðum eftir að þær fæddust. Í dag eru þær glaðar og heilbrigðar stúlkur sem halda mömmu sinni vel við efnið. Og Katrín, sem hélt hún yrði alltaf ein, hefur fundið ástina á ný. Blaðamaður settist niður með henni og ræddi um litlu kraftaverkastúlkurnar, sorgina, ástina og lífið framundan.

Hægt er að lesa viðtalið við Katrínu hér