Ljónshjarta barst veglegur styrkur frá feðrum landsins!

Þann 30. október 2020 hófst söfnun hjá feðrum Íslands inni á Facebook hópnum Pabbatips. Söfnunin var hugsuð til þess að styrkja góðgerðarfélög sem aðstoða fjölskyldur á erfiðum tímum líkt og margar fjölskyldur eru nú að upplifa á þessum fordómalausu tímum sökum Covid-19 og efnahagskreppu árið 2020.

Pabbatips valdi Ljónshjarta sem eitt af þessum félögum og styrktu okkur um 1,8 milljón króna.

Stjórn Ljónshjarta þakkar gjafmildina og hugulsemina.