Ljónshjarta börn föndra á ný

Reykjavíkurmaraþonið er á næsta leiti og því hittust Ljónshjarta börn aftur og útbjuggu klapp loppur til að nota á klappstöðinni okkar á laugardag.
Þau áttu notalega stund og komu með mjög skemmtilegar og fjölbreyttar útgáfur af loppum.

Forsvarsmenn frá Ljósinu, endurhæfingastöð og stuðningsmiðstöð, voru svo vinalegir að lána okkur enn og aftur húsnæði sitt.

Við þökkum Dominos kærlega fyrir pizzuveislu og svo gáfu Twill okkur efni og Oddi pappír.

IMG_6669 IMG_6666 IMG_6662 IMG_6661 IMG_6660 IMG_6659 IMG_6658 IMG_6656 IMG_6654 IMG_6651