Ljónshjarta-börn í Páskaeggjaleit

Í byrjun mars hittust Ljónshjarta-börn í Hellisgerði í páskaeggjaleit.
Falin voru 130 lítil skrautegg um garðinn og fundust um 120 – álfarnir í Hellisgerði hafa fengið hin að láni.
Öll börn voru leyst út með páskaeggi í boði Góu og þökkum við þeim kærlega fyrir.
Yndisleg stund sem lauk með heitu kakói og kleinum. Glaðir og sáttir krakkar í lok dags.