Lokað erindi fyrir félagsmenn

Þann 19. október síðastliðinn var Ljónshjarta með lokað erindi fyrir þá félagsmenn sem hafa nýlega misst maka.
Stjórn samtakanna sagði stuttlega sína sögu en allir i stjórn eru ekkjur eða ekklar. Formaður Ljónshjarta Ína Sigurðardóttir kynnti starfsemi samtakanna og Sigríður Kristín prestur og fjölskylduráðgjafi talaði um fyrstu tvö árin í sorgarferlinu.
Að þessu loknu var boðið upp á léttan kvöldverð og spjall. Mætingin var einstaklega góð og áttu félagsmenn góða stund saman.

Stjórnin þakkar öllum þeim sem mættu fyrir komuna.