Að missa mömmu eða pabba

Ástvinamissir er hluti af lífinu og allir verða einhvern tímann fyrir missi. Það er þó misjafnt hversu snemma og hversu miklum. Börn bregðast oft öðruvísi við missi en fullorðnir en það þýðir ekki að hann sé þeim auðveldari en hinum fullorðnu. Börn geta verið mjög einmana í sorg sinni. Það er erfitt fyrir þau að leita til annarra barna því þau skilja ef til vill ekki sorgina og vilja bara leika sér. Það er líka erfitt fyrir börn í sorg að leita til fullorðinna því þeir tilheyra öðrum heimi. Aukin þekking á tilfinninga- og vitsmunalífi barna og þroskaferli þeirra hefur breytt sýn okkar á börnum og hvernig þau skilja umheiminn, þar á meðal sorg.