Óeðlileg sorg barna

Þótt flest viðbrögð og hegðun séu eðlileg þegar barn hefur orðið fyrir áfalli og missi megum við ekki skella öllum útskýringum á líðan og hegðun barna á sorgina. Ef barn sem hefur orðið fyrir áfalli nær ekki að vinna úr sorg sinni festist það í sorgarferlinu og við tekur óeðlilegt ástand sem getur endað í mikilli sálrænni kreppu. Viðbrögð eins og magapína eða andarteppa geta líka átt sér líkamlega skýringu sem ekki tengist sorginni og barnið getur þurft á læknismeðferð að halda.

Sýni börn yfirdrifin sorgareinkenni í langan tíma er ástæða að ætla að þau ráði ekki við úrvinnslu sorgarinnar og þurfi faglega aðstoð.

Dagný Zoega