Ráðstefna um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris

Ráðstefna um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris verður haldin í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 12. október og stendur frá klukkan 9 til 12.
Verður þar fjallað um rannsóknir á stöðu barna við slíkar aðstæður, íslensk lög sem málið snerta, sagt frá tilraunaverkefni og endað á pallborðsumræðum um efnið.
Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti í samstarfi við Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Markmið ráðstefnunnar er meðal annars að miðla þekkingu um stöðu málefnisins, vekja umræðu og hafa áhrif til umbóta á réttarstöðu ungra barna og þjónustuúrræðum fyrir fjölskyldur.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra setur ráðstefnuna og síðan verða flutt erindi um efnið og í lok dagskrár verða pallborðsumræður. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis.

Hægt er að skoða nánar um ráðstefnuna hér.