Ragnhildur Sigurðardóttir gefur til Ljónshjarta

Golfkennarinn og listmálarinn Ragnhildur Sigurðardóttir seldi olíumálverk eftir sig og rann ágóðinn til Ljónshjarta. Eftir að Ragnhildur sá viðtal við Selmu Lind Árnadóttur sem missti föður sinn árið 2012 ákvað hún að styrkja félagið.  Á meðfylgjandi mynd eru Ragnhildur og Karen Björk, varaformaður Ljónshjarta, með málverkið á milli sín. Við þökkum Ragnhildi kærlega fyrir stórkostlega gjöf.