Reykjavíkurmaraþon 2015

Nú þegar hafa margir hlauparar skráð sig til að safna áheitum til styrktar Ljónshjarta . Við þökkum þeim kærlega fyrir þennan mikilvæga stuðning. Ef fleiri vilja slást í hópinn er hægt að skrá sig hér

Þeir hlauparar sem ekki eiga Ljónshjartaboli munu fá bol til eignar og ve
rða þeir afhentir á bás samtakanna í Laugardagshöllinni fimmtudaginn 20. ágúst og föstudaginn 21. ágúst á milli 14-19.
Við hvetjum alla til að heita á og styrkja hlauparana okkar. Það er hægt að gera hér

Ljónshjarta verðu með hvatningarstöð sína á horni Ægissíðu og Faxaskjóls. Þar verður heitt á könnunni, djús og bakkelsi. Allir velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta. Það skiptir gríðalegu máli fyrir hlauparana okkar að fá góða hvatningu.