Reykjavíkurmaraþonið 2017

Senn líður að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka
Ljónshjarta verður með bás í Laugardalshöll 17. og 18. ágúst. Þar geta hlauparar nálgast merkta boli fyrir hlaupið um leið og þeir ná í númerin sín.
Einnig verða bolir til sölu á sama stað fyrir gesti og gangandi en vert er að taka fram að við erum ekki með posa. Bolur kostar 4500 kr. en 3500 kr. fyrir félagsmenn.

Líkt og síðustu ár verður hvatningarstöð Ljónshjarta á horni Faxaskjóls og Ægissíðu – við hvetjum ykkur til að koma þar við og næla ykkur í hressingu. Allir velkomnir og hvetja hlauparana áfram með okkur.
Nánari upplýsingar á vefsíðunni hlaupastyrkur.is eða ef smellt er hér. 

Áfram Ljónshjarta