Reykjavíkurmaraþonið – Hvatningarstöðin

Hvatningarstöð Ljónshjarta er á horni Ægissíðu og Faxaskjóls, sjá meðfylgjandi kort.
Heitt verður á könnunni og bakkelsi með, þar á meðal kleinuhringir frá Krispy Kreme. Aldrei að vita nema við sjáum einn kleinuhring hlaupa framhjá 🙂

Allir velkomnir!

Kæru hlaupara endilega bjóðið fólkinu ykkar í kaffi til okkar á hvatningarstöðina.
Frábær leið til að taka þátt í að hvetja ykkur (hlauparana) áfram.

Það hefur reynst vel að keyra Hringbrautina, niður Hofsvallagötu, framhjá Melabúðinni og sundlaug Vesturbæjar og finna stæði þar.

Endilega leggið af stað tímanlega vegna umferðar. Gott að vera komin um 9 leytið.

Okkur þætti vænt um ef hlauparar í 10 km hlaupi gefi sér tíma til að mæta hjá styttunni við MR í hópmyndatöku 15 mín fyrir rástíma. Munið svo hashtag #ljonshjartasamtok #ljonshjarta @ljonshjartasamtok.

Gangi ykkur vel hlauparar!