Samstarf

Ljónshjarta og Litla Kvíðameðferðarstöðin hefja samstarf til að bæta þjónustu við börn og unglinga í sorg. Samtökin bjóða börnum félagsmanna uppá samtalsmeðferð í samvinnu við Litlu Kvíðameðferðarstöðina.

Það er mjög mikilvægt að börn og unglingar sem missa foreldri fái strax aðstoð og að hún standi þeim til boða eins lengi og þurfa þykir. Sorg barna er ólík sorg fullorðinna. Hún tekur lengri tíma þar sem hún ýfist upp við hvert þroskastig og hún tekur á sig ýmsar birtingarmyndir sem tengjast aðstæðum, aldri og þroska. Það er því mikilvægt að huga vel að börnum í þessari stöðu.

Litla kvíðameðferðarstöðin er sálfræði- og ráðgjafaþjónusta fyrir börn, unglinga og ungmenni. Þar er unnið með margþætt vandamál þar á meðal áföll og sorg.

Samstarfið er tilraunaverkefni í eitt ár.