Sex orð um sorg

Syrgjendur kynnast því fljótt hversu erfitt getur verið að koma líðan sinni í orð og því hvaða áhrif ástvinamissir hefur á lífið. En stundum geta fá orð sagt meira en mörg.
Félagar í samtökunum Ljónshjarta meitla hér sorgina sína í sex orð á umræðuþræði á Facebook.

Vilborg Davíðsdóttir: Hann er dáinn en kærleikurinn varir.

Anna Sigríður Þráinsdóttir: Ekkert verður aftur eins og áður.

Silja Úlfarsdóttir: ,,Mamma, mér er illt í hjartanu.“

Íris Gefnardóttir: Hluti af mér fór með honum.

Hulda Katla Saebergsdottir: Tíminn læknar ekki öll sár.

Halla Rós Eiríksdóttir: Minningin lifir sem ljós í hjörtum. ❤

Nanna Lind: Að verða gömul saman rættist ekki.

Daðey Arnborg Sigþórsdóttir: Sorgaröldurnar koma alltaf aftur, bara miskröftugar.

Daðey Arnborg Sigþórsdóttir: Það er líf eftir missi. ❤️

Inga Kristín Hafliðadóttir: Reið, sár, ráðvillt, allt í graut.

Halla Rós Eiríksdóttir: Hver minning er sem dýrmæt perla. 💙

Daðey Arnborg Sigþórsdóttir: Aldrei verið mikilvægara að muna.

Inga María Friðriksdóttir: Hjartað mitt grær og minningin lifir.

Perla María: Það sem var tekur nýja stefnu.

Ása Dröfn Fox Björnsdóttir: Sorgin fer ekki eftir uppskrift annarra.

Vilborg Davíðsdóttir: Hún lifði í 22 heilaga daga.

Sigrun Anna Missen: Lífið er endalaust erfitt án hans.

Sigrun Anna Missen: Krefjandi að vera mamma og pabbi.

Vala Dröfn Hauksdóttir: Ekki gleyma að lifa þínu lífi.

Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir: Draumar og plön hurfu.

Vala Dröfn Hauksdóttir: Ekki lengur við, heldur bara ég.

Daðey Arnborg Sigþórsdóttir: Eilífðin kom allt of snemma…

Ása Dröfn Fox Björnsdóttir: Martröðum fækkaði og róin kom aftur.

Guðrún Kjartansdóttir: Í börnunum okkar lifir þú áfram.

Sigrún Stefanía Jónsdóttir: Minning þín er ljósið okkar. ❤

Hafdis Rósa Bragadóttir: Sama rósin vex ekki aftur. ❤️

Rakel Óskarsdóttir: Þú ert ávallt í hjarta okkar. ❤️

Erla Björk Jónsdóttir: Engin orð geta lýst raunverulegu sorginni.

Hulda Sigurlína Þórðardóttir: Svo langt síðan, svo stutt síðan.