Sköpunargleði Ljónsunga

Mikil sköpunargleði ríkti í listasmiðju Ljónshjarta 22. október sl. þegar 11 foreldrar og 21 barn komu saman til þess að teikna myndir sem prentaðar verða á jólamerkimiða. Ákveðið var að gera breytingu þetta árið og útbúa jólamerkimiða í stað jólakorta.
Bestu þakkir til Ljóssins fyrir að lána okkur húsnæði.
Innan tíðar bjóðum við síðan jólamerkimiða til sölu til styrktar samtökunum.