Sköpunargleði ljónsunga

Mikil sköpunargleði ríkti í listasmiðju Ljónshjarta 27. október sl. þegar sextán foreldrar og 27 börn þeirra komu saman til þess að búa til klippimyndir og teikningar sem verða prentuð á jólakort. Bestu þakkir til Ljóssins fyrir að lána okkur húsnæði og Kolbrúnar myndmenntakennara fyrir hjálpina.

Innan tíðar bjóðum við síðan jólakortapakka til sölu til ágóða fyrir samtökin líkt og á síðasta ári, en þá fengu færri en vildu.

20151027_173359 20151027_173326 20151027_172634 20151027_172340