Sorgarferli barna

Á dögunum hélt Ljónshjartar fræðsluerindi um sorgarferli barna fyrir aðstandendur barna í sorg.
Sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur kom og fræddi okkur um mismunandi stig í sorgarferli barna, sem getur verið mismunandi eftir aldri. Viðburðurinn var opin öllum þeim ástvinum barna sem misst hafa foreldri, ömmum og öfum, frænkum og frændum. Hátt í 70 manns komu á viðburðinn sem var haldinn í sal Flensborgarskólans.

Í kvöld er fræðsluerindi á vegum Sorgarmiðstöðvar, sem ber heitið Foreldramissir. Birna Dögg sem heldur erindið, missti sjálf foreldri og ræðir um sína upplifun. Þetta gæti reynst foreldrum Ljónshjartabarna áhugavert, en hópastarfið er sniðið að fullorðnum einstaklingum. Sjá nánar hér: https://www.facebook.com/events/2225538004405430/

Einnig viljum við minna á Námskeið fyrir börn og ungmenni sem misst hafa ástvin sem Sorgarmiðstöð heldur.
Sjá nánar á https://www.facebook.com/events/1407464546085032/?event_time_id=1414684918696328
Skráning er hafinn inn á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar, http://www.sorgarmidstod.is

Ljónshjarta samtökin halda áfram að styrkja börn og fullorðna meðlimi í sorg. Við bjóðum meðal annars upp á ýmsa viðburði eins og þennan þar sem ættingjum og vinum er boðið að taka þátt, m.a. páskaeggjaleit, fræðsluerindi og jólabingó. Reynslan hefur sýnt okkur að sterkt stuðningsnet skiptir miklu máli fyrir hinn syrgjandi, hvor sem um er að ræða barn, ungmenni eða fullorðin.