Stelpurnar í Miss Universe með bingó!

Þriðjudaginn 14. ágúst kl. 20:00 ætla stelpurnar í Miss Universe Iceland að halda fjáröflunarbingó í Stúdentakjallaranum til styrktar Ljónshjarta.

Eitt bingóspjald verður á 1000 kr. en þrjú á einungis 2000 kr. Eins verður hægt að fá happdrættismiða á 500 kr. stykkið. Enginn posi verður á staðnum svo við hvetjum alla til að mæta með seðla.

Endilega látið sjá ykkur, allir velkomnir!