Takk fyrir okkur!

Við í Ljónshjarta viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir samtökin okkar. Hlauparar, hvetjarar og þeir sem hafa heitið á okkar góða fólk í hlaupinu. Kærar þakkir💕 Sérstakar þakkir fá öll þessi kröftugu börn sem hlupu fyrir samtökin. Við erum einstaklega hrærð yfir þessum mikla og góða stuðning og samhug sem okkur hefur verið sýndur undanfarið. Söfnun sem þessi er grundvöllurinn fyrir okkar góðu starfsemi.
TAKK FYRIR OKKUR 🐾💛