Fagaðilar

Hér má finna fagfólk sem félagar í Ljónshjarta hafa leitað til við úrvinnslu á eigin sorg og barna sinna og mæla óhikað með við aðra í sömu sporum:


Andri Bjarnason, sálfræðingur.
Menntun og áherslur: BA í sálfræði og cand.psych próf . Veitir m.a. meðferð við úrvinnslu áfalla og sjálfsstyrkingu. Fagleg nálgun byggir á grunni hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Þá er sjónarhorn jákvæðrar sálfræði jafnan skammt undan. Vinnur aðallega með fullorðnum en sinnir í sumum tilfellum yngra fólki.
Upplýsingar: Starfar hjá Haf – sálgæslu og sálfræðiþjónustu, Ármúla 40, 3.hæð, 108 Reykjavík.
Netfang: andri@hafsal.is. Sími 694 7083.
Vefsíða: http://www.hafsal.is/andri-bjarnason

Anna Sigríður Pálsdóttir, guðfræðingur og ráðgjafi.
Menntun og áherslur: Embættispróf í guðfræði og hefur lokið námi í handleiðslu og handleiðslutækni. Hefur sérhæft sig m.a. í sálgæslu vegna ástvinamissis.
Vinnur með öllum aldurshópum.
Upplýsingar: Fyrsta skrefið, Síðumúla 28, 108 Reykjavík. 2. hæð t.v., efra plan.
Netfang: annasigridur@fyrstaskrefid.is
Vefsíða: https://www.fyrstaskrefid.is/

Bjarni Karlsson, prestur.
Menntun og áherslur: Embættispróf í guðfræði, MA í siðfræði og er í doktorsnámi. Veitir prestlega sálgæslu þar sem tilfinningin er að betri tímar séu framundan og bjartsýni raunsæ afstaða í hverju máli. Vinnur með öllum aldurshópum.
Upplýsingar: : Starfar hjá Haf – sálgæslu og sálfræðiþjónustu, Ármúla 40, 3.hæð, 108 Reykjavík. Netfang: bjarni@hafsal.is. Sími 820 8865.
Vefsíða: http://www.hafsal.is/bjarni-karlsson

Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur.
Menntun og áherslur: MA í listmeðferð. Veitir meðferð í gegnum traust, tengsl, munnlega og listræna tjáningu. Vinnur með öllum aldurshópum.
Upplýsingar: Starfar á einkastofu á Suðurlandsbraut 50, 108 Reykjavík, ásamt því að þjónusta Foreldrahús, Ljósið, Líknardeild LSH og fleira. Netfang: elisabet.lorange@gmail.com. Sími 824 6441.

Gunnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur.
Menntun og áherslur: Guðfræðingur og hefur lokið sérnámi í verklegri sálgæslu. Sinnir skjólstæðingum Landspítala Háskólasjúkrahúss og fylgir þeim gjarnan eftir.
Upplýsingar: Starfar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, Fossvogi, C-7, 108 Reykjavík. Netfang: gmatt@landspitali.is. Sími 543 8308 og 824 5501.

Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur.
Menntun og áherslur: Doktor í ráðgjafarsálfræði. Fagleg nálgun byggir á EMDR áfallameðferð. Veitir meðferð við sjálfstyrkingu og handleiðslu meðal annars. Hélt utan um stuðningsnet Krafts, samtök fyrir ungt fólk með krabbamein, þar fékk hún innsýn í þá lífsreynslu sem fylgir því að missa maka sinn ungur. Vinnur eingöngu með fullorðna.
Upplýsingar: Starfar hjá Sálfræðingum Höfðabakka, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík. Netfang: ritarar@shb9.is (ritarar sálfræðistofunnar). Sími 5277600.
Vefsíða: http://www.salarafl.is og http://www.shb9.is

Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur.

Menntun og áherslur: Hjúkrunarfræðingur. Sérhæfir sig í meðferð við úrvinnslu áfalla. Vinnur aðallega með fullorðnum.
Upplýsingar: Starfar hjá Sálfræðingum Höfðabakka. Höfðabakki 9. 110 Reykjavík. Netfang: margret.blondal@shb9.is. Sími 527 7600 / 899 3251.
Vefsíða: http://www.shb9.is

Margrét Halldórsdóttir, sálfræðingur.
Menntun og áherslur: Sálfræðingur. Veitir sálfræðilega ráðgjöf og meðferð fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Fagleg nálgun byggir á hugrænni atferlismeðferð (HAM).
Upplýsingar: Er með aðstöðu á Fjarðargötu 11, 2 hæð, í Hafnarfirði. Netfang: maggah@heima.is. Sími 6992484.

Sigrún Lillie Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Menntun og áherslur: Hjúkrunarfræðingur hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands. Veitir stuðning í formi samtala, slökunar og hvatningar fyrir einstaklinga eða hópa. Jafningjastuðningur er síðan í boði hjá Ráðgjafarþjónustunni innan stuðningshópa í samstarfi við Nýja dögun – samtök um sorg og sorgarviðbrögð, sem standa öllum syrgjendum opnir óháð dánarorsök hins látna.
Upplýsingar: Starfar hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík.
Netfang: sigrunli@krabb.is. Sími 540 1916 og 800 4040.
Vefsíða: http://www.krabb.is/Thjonusta/radgjafarthjonustan

Sigurlína Hilmarsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur.
Menntun og áherslur: Geðhjúkrunarfræðingur og MA í heilbrigðisvísindum. Veitir viðtöl þar sem slökun og dáleiðsla eru notaðar til að auðvelda meðferð. Fagleg nálgun byggir m.a. á aðferðum og hugmyndum Milton H. Erickson. Vinnur með öllum aldurshópum.
Upplýsingar: Starfar á meðferðarstofu á Logafold 55, 112 Reykjavík. Netfang: sigurlinah@gmail.com. Sími 895 8054 og 587 7509.

Sjöfn Evertsdóttir, sálfræðingur.
Menntun og áherslur: Sálfræðingur. Veitir meðferð m.a. við áfallastreitu, kvíða og þunglyndi. Vinnur með unglingum og fullorðnum.
Upplýsingar: Starfar hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, Þverholti 14, 105 Reykjavík.
Netfang: sjofn@asm.is. Sími 852 5885 og 462 4404.
Vefsíða: http://asm.is

Soffía Elín Sigurðardóttir, barnasálfræðingur.
Menntun og áherslur: MA í sálfræði, er í doktorsnámi. Veitir sálfræðilegt mat og meðferð alfarið fyrir börn, unglinga og ungmenni ásamt handleiðslu og ráðgjöf fyrir foreldra.
Upplýsingar: Starfar hjá Sálfræðingum Höfðabakka, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.
Netfang: soffia.elin@shb9.is. Sími 527 7600.
Vefsíða: http://www.soffiaelin.is

Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Barnaspítala Hringsins.
Menntun og áherslur: MTH gráða í áföllum og sorgarvinnu. Sinnir skjólstæðingum Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Upplýsingar: Starfar á Barnaspítala Hringsins, Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími 543 1000.
Vefsíða: http://barnaspitali.is/thjonusta/salgaesla-prests

ERLENDIS

Anna Margrét Skúladóttir, sálfræðingur.
Menntun og áherslur: MA í sálfræði, er í doktorsnámi. Hefur sérhæft sig í úrvinnslu sorgar og afleiðingum alvarlegra áfalla. Notar nálgun mindfulness (núvitund, gjörhygli) og hugræna atferlismeðferð (HAM) ásamt dáleiðslu og fleiru. Vinnur aðallega með fullorðnum og eldri unglingum en hefur einnig unnið með börnum.
Upplýsingar: Starfar í Danmörku og veitir viðtöl við skjólstæðinga í gegnum Skype á netinu, getur veitt Skype-viðtöl með stuttum fyrirvara ef þörf krefur. Skype-heiti (skype-id): anna.margret.skuladottir.
Netfang: mindset.dk@gmail.com. Sími 0045 711 56591.
Vefsíða: http://www.your-online-therapist.com

LANDSBYGGÐIN

Hildur Eir Bolladóttir, prestur
Menntun og áherslur: Guðfræðingur frá Háskóla Íslands. Prestur við Akureyrarkirkju.
Upplýsingar: Veitir sálgæslu. Hefur frá 2014 haldið utan um hóp foreldra sem hafa misst börn sín.
Netfang: hildur@akirkja.is. Sími 4627700 og 863 1504.
Vefsíða: hildureir.is

Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur
Menntun og áherslur: Sálfræðingur. Veitir sálfræðiráðgjöf á Ísafirði á þriggja vikna fresti.
Upplýsingar: Starfar hjá Sálfræðingum Höfðabakka, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík. Tölvupóstur: johann@shb9.is. Sími í Rvk. 527 7600 og á Ísafirði 450 8000 (Fjölskyldusvið Ísafjarðarbæjar).

Sigríður Munda Jónsdóttir, prestur
Menntun og áherslur: Guðfræðingur frá Háskóla Íslands. Sóknarprestur á Ólafsfirði.
Upplýsingar: Veitir sálgæslu.
Netfang: sigridur.munda.jonsdottir@kirkja.is. Sími 466 2560 og 894 1507.