Vefsíða Ljónshjarta fer í loftið

Eftir mikla vinnu undanfarið ár opnar Ljónshjarta vef sinn. Stjórn samtakanna og varamenn hafa lagt sig fram við að safna saman fróðleik og greinum til upplýsingar fyrir ungar ekkjur, ekkla, börn þeirra og aðra aðstandendur.

Hunang vefstofa hefur veitt samtökunum ómetanlega aðstoð við þessa vinnu og tók vefstofan þá ákvörðun að gefa Ljónshjarta vefinn. Þetta er stórkostleg gjöf sem við þökkum þeim innilega fyrir.

Ína Sigurðardóttir formaður Ljónshjarta hitti Margréti Björk Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra Hunangs vefstofu og afhenti henni veglegan blómvönd í þakklætisskyni.