Viðburðir Ljónshjarta

Vegna Covid hafa ýmsir viðburðir fallið niður en stjórn Ljónshjarta, með bjartsýni að vopni, hefur leitað lausna til að finna viðburði við hæfi. Í nóvember hafa viðburðir á netinu eins og Happy hips með Sigrúnu Haraldsdóttur og teiknitími með Heiðdísi Helgadóttur verið í boði.
Jólamyndatakan er á næsta leyti en það er hann Kristvin Guðmundsson ljósmyndari sem mun sjá um hana.
Fylgist með Facebook hópnum okkar og endilega takið þátt.
Við minnum einnig á dagskrá Sorgarmiðstöðvar en þar er ýmislegt í boði fyrir meðlimi Ljónshjarta.
Hlökkum svo til að hittast aftur við fyrsta tækifæri.