Vilborg hjá Sirrý

Vilborg Davíðsdóttir sem situr í stjórn Ljónshjarta ræddi um samtökin við Sirrý í morgunþætti hennar.

Hægt er að hlusta á viðtalið á sarpi Rúv. Smelltu hér. 

Texti með viðtali: Samtökin Ljónshjarta eru nýlega stofnuð upp úr lokuðum Facebook hóp og er fyrir ekkjur og ekkla á aldrinum 20-50 ára og börn þeirra. Vilborg Davíðsdóttir ræðir um Ljónshjarta hjá Sirrý á sunnudagsmorgni upp úr kl. 9.
 

Það eru ekki allir svo heppnir að fá að fylgja maka sínum í gegnum lífið. Sum okkar lenda í þeirri hræðilegu lífsreynslu að makinn deyr frá okkur og ungum börnum. Það er erfitt að missa lífsförunautinn og erfitt að standa eftir einn. Það getur verið mikil hjálp í því að vita af öðru fólki í sömu sporum og eiga möguleika á að tala við einhvern sem skilur betur það sem við erum að ganga í gegnum. Tilgangurinn með þessum hópi er fyrst og fremst að styðja hvert annað. Stuðningurinn felst í að miðla upplýsingum, fræðsluefni, tala saman, deila reynslu, ráðum, minningum o.fl. allt sem við teljum að geti nýst okkur á góðan hátt. Meira um Ljónshjarta á Rás 2 á sunnudag.